Einungis ein ábending um fjölskylduvænt fyrirtæki eða stofnun hefur borist í samkeppni Reykjanesbæjar um fjöskylduvænustu fyrirtæki og stofnanir bæjarins, en auglýst var eftir ábendingum starfsmanna í júní sl.

Einungis ein ábending um fjölskylduvænt fyrirtæki eða stofnun hefur borist í samkeppni Reykjanesbæjar um fjöskylduvænustu fyrirtæki og stofnanir bæjarins, en auglýst var eftir ábendingum starfsmanna í júní sl.

Meiningin var að veita því fyrirtæki eða stofnun sem hefði staðið sig best verðlaun, og þykir ekki góðs viti að einungis ein ábending hafi borist. Fram kemur á vef Víkurfrétta að frestur til að skila inn ábendingu hafi verið framlengdur til 20. ágúst. Ábendingum má skila til Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.