Samar kynntir í Reykjavík | Samískir dagar verða haldnir í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík, Aðalstræti 2, dagana 6. til 8. ágúst nk. Kynning verður á menningu og landi Sama, og m.a. komið upp samatjaldi (lavvo) fyrir utan miðstöðina til að sýna forna búsetuhætti Sama. Inni í miðstöðinni verður svo til sýnis samískt handverk, listmunir, silfursmiður sýnir sín verk og fleira. Einnig verða kynntir ferðamöguleikar til Finnmerkur í Norður-Noregi en þar býr stærsti hluti Samaþjóðarinnar.
Samísk dagskrá verður í Norræna húsinu laugardagskvöldið 7. ágúst sem hefst kl. 20 þar sem sýnd verður ný heimildamynd um hreindýrabúskap Sama. Heaika Skum mun flytja erindi um stöðu og líf Sama í dag og síðan skemmtir samíska joiksöngkonan Marit Hætta Överli. Aðgangur er ókeypis bæði að allri dagskránni.