Ágæti lesandi. Um leið og við þökkum Morgunblaðinu fyrir þennan vettvang hugsana okkar, tilfinninga og skoðana bið ég þig að hefjast upp úr meðalmennskunni, sem er ekki við hæfi Íslendinga.

Ágæti lesandi.

Um leið og við þökkum Morgunblaðinu fyrir þennan vettvang hugsana okkar, tilfinninga og skoðana bið ég þig að hefjast upp úr meðalmennskunni, sem er ekki við hæfi Íslendinga.

Ég sat guðsþjónustu í Selfosskirkju í morgun, naut afbragðs þjónustu í orði og æði og góðs samfélags Guðs og manna. Ég saknaði þess þó, á eftir, að fenginni ábendingu, við austur góðrar sveppasúpu kvenfélags kirkjunnar, framborinnar í þægilegum safnaðarsal, að hafa ekki verið hvattur til að hefja anda minn í söng fyrir sakir kórsins.

Ég hvet organista landsins til endurskoðunar á safnaðarsöng svo hann sé við hæfi kirkjugesta en ekki getu starfsfólks.

Reykjavík, 1. ágúst 2004,

FLOSI MAGNÚSSON,

Stóru-Klöpp, Klapparstíg 11,

101 Reykjavík.

Frá Flosa Magnússyni: