Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Austur-Héraðs (t.v.), Arnór Benediktsson, oddviti Norður-Héraðs, og Þorvaldur B. Hjarðar, oddviti Fellahrepps.
Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Austur-Héraðs (t.v.), Arnór Benediktsson, oddviti Norður-Héraðs, og Þorvaldur B. Hjarðar, oddviti Fellahrepps.
KOSIÐ verður til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á Héraði þann 16. október nk. og tekur sameiningin formlega gildi þann 1. nóvember, en þá sameinast Austur-Hérað, Fellahreppur og Norður-Hérað í eitt sveitarfélag með um 3.000 íbúum.

KOSIÐ verður til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á Héraði þann 16. október nk. og tekur sameiningin formlega gildi þann 1. nóvember, en þá sameinast Austur-Hérað, Fellahreppur og Norður-Hérað í eitt sveitarfélag með um 3.000 íbúum.

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hafa nú staðfest sameininguna og undirrituðu oddvitar sveitarstjórnana beiðni til félagsmálaráðuneytisins um formlega staðfestingu á sameiningunni. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. september, og verða ellefu sveitarstjórnarfulltrúar í nýrri sveitarstjórn.

Samhliða sveitarstjórnarkosningunum verður gerð skoðanakönnun um nafn á nýju sveitarfélagi. Nefnd skipuð af sveitarstjórnunum þremur gerir tillögu um nafn á nýju sveitarfélagi til nýrrar sveitarstjórnar á grundvelli skoðanakönnunarinnar og að fenginni umsögn örnefnanefndar.