— Morgunblaðið/Ómar
Samkeppni um minjagripi | Vegleg verðlaun eru í boði í opinni samkeppni um minjagripi sem tengjast Norska húsinu í Stykkishólmi eða Snæfellsnesi, og nýta má til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota.

Samkeppni um minjagripi | Vegleg verðlaun eru í boði í opinni samkeppni um minjagripi sem tengjast Norska húsinu í Stykkishólmi eða Snæfellsnesi, og nýta má til skrauts, skemmtunar eða daglegra nota. Markmiðið með þessari samkeppni er að fá fram hugmyndir að hlutum sem mætti selja í safnverslun Norska hússins.

Tillögum má annað hvort skila á pappír eða með því að útbúa eintak af hlutnum, sem má ekki vera stærri en 25 sm á kant, og þurfa tillögurnar að berast fyrir 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.stykkisholmur.is, eða í Norska húsinu á Stykkishólmi.