— Morgunblaðið/Sverrir
Reykjavík | Það er alltaf nóg æti fyrir framtakssama máva í nánd við þá sem sækja fisk í sjó, hvort sem eitthvað fellur til þegar verið er að gera að fiski úti á sjó eða flytja hann í kössum í land.

Reykjavík | Það er alltaf nóg æti fyrir framtakssama máva í nánd við þá sem sækja fisk í sjó, hvort sem eitthvað fellur til þegar verið er að gera að fiski úti á sjó eða flytja hann í kössum í land.

Þessir heiðursmávar höfðu sérlegan áhuga á að leita að veislumáltíð dagsins í þessum fiskikassa þegar ljósmyndari rakst á þá á dögunum, og ekki ótrúlegt að þar hafi einhverjar krásir beðið þeirra. Þeir voru þó ekki á því að leyfa aðkomumanni aðgang að veislunni heldur reyndu sitt besta til að koma honum á brott.