HLJÓÐUPPTAKA af morðinu á John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, gæti hugsanlega sannað hvort meintur morðingi hans, Lee Harvey Oswald, var einn að verki, að því er greint er frá í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC .

HLJÓÐUPPTAKA af morðinu á John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, gæti hugsanlega sannað hvort meintur morðingi hans, Lee Harvey Oswald, var einn að verki, að því er greint er frá í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Mun stafræn yfirfærsla upptökunnar að öllum líkindum leiða í ljós hversu mörgum skotum var hleypt af. Bandarískir vísindamenn hyggjast útbúa fyrsta stafræna eintakið af hljóðupptökunni frá 22. nóvember 1963 þegar Kennedy var skotinn til bana í bíl sínum í borginni Dallas í Bandaríkjunum. Upptökutæki á lögreglustöð í nágrenninu náði hljóði úr talstöð lögreglumanns á morðstaðnum. Árið 1979 komst þingnefnd sem fjallaði um málið að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði líklega ekki verið einn að verki þar sem skotin virtust koma úr tveimur áttum.

Upphaflega rannsóknarnefndin í málinu notaði ekki fyrrnefnda hljóðupptöku við rannsókn sína og sagð Oswald hafa verið einan að verki og skotið þremur skotum.

Vonast menn til þess að hægt verði að greina nákvæmlega hversu mörgum skotum var hleypt af, með því að fjarlægja ýmis aukahljóð úr upptökunni. Gert er ráð fyrir að vinna við upptökuna taki um eitt ár.