Fáar ef nokkrar heimildarmyndir hafa valdið jafn miklu fjaðrafoki og nýjasta mynd kvikmyndagerðarmannsins Michaels Moore, Fahrenheit 9/11.

Fáar ef nokkrar heimildarmyndir hafa valdið jafn miklu fjaðrafoki og nýjasta mynd kvikmyndagerðarmannsins Michaels Moore, Fahrenheit 9/11. Myndin var umdeild um heim allan löngu áður en hún kom út og frá og með deginum í dag gefst Íslendingum kostur á að sjá þessa margumræddu mynd.

Í þessari rúmlega tveggja tíma heimildarmynd beinir Moore óvægnum spjótum sínum að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og helstu samstarfsmönnum hans. Myndin er beitt ádeila á Íraksstríðið og viðbrögðin við hryðjuverkaárásunum þann 11. september og meint kosningasvindl í síðustu forsetakostningum er meðal þess sem Moore rýnir ofan í kjölinn á.

Fahrenheit 9/11 verður frumsýnd í Laugarásbíói og Regnboganum.

Erlendir dómar Roger Ebert &sstar;&sstar;&sstar;1/2USA Today: &sstar;&sstar;&sstar;1/2 www.imdb.com: 7,8/10 Metacritic.com: 6,5/10 The Hollywood Reporter: 40/100 (skv. útr. metacritic.com) Variety: 40/100 (skv. útr. metacritic.com) The New York Times:70/100 (skv. útr. metacritic.com)