Evrópumótið í Málmey.
Norður | |
♠1072 | |
♥42S/NS | |
♦Á1087532 | |
♣7 |
Vestur | Austur |
♠83 | ♠KG654 |
♥ÁK86 | ♥DG97 |
♦D64 | ♦9 |
♣8532 | ♣G104 |
Suður | |
♠ÁD9 | |
♥1053 | |
♦KG | |
♣ÁKD96 |
Vestur | Norður | Austur | Suður |
-- | -- | -- | 1 lauf |
Pass | 1 tígull | 1 spaði | 2 grönd |
Pass | 3 grönd | Allir pass |
Þrjú grönd var algengur samningur í þessu spili úr 19. umferð. Þegar allar hendur eru skoðaðar kemur í ljós að laufið gefur óvænt fimm slagi (G10x í austur), sem dugir í níu með spaðasvíningu. Því virðist ekki koma að sök þótt tíguldrottningin skili sér ekki. Í reynd fóru þó flestir sagnhafar niður á geiminu. Hvers vegna?
Yfirleitt byrjaði vörnin á því að taka fjóra slagi á hjarta. Ef austur tekur síðasta hjartaslaginn og spilar spaða, þarf sagnhafi að svína áður en hann prófar tígulinn. Fáir höfðu kjark til þess, þrátt fyrir spaðasögn í austur, enda svíningin tilgangslaus nema laufið skili sér upp á fimm slagi. Því er skiljanlegt að fara niður eftir slíka vörn. En sumir sagnhafar fóru verr að ráði sínu með því að henda laufi í fjórða hjartað. Þeir höfðu ástæðu til að harma hlutinn sinn, ekki síst þar sem vestur tók síðasta hjartaslaginn og gat ekki hreyft við spaðanum.
En svona er þetta stundum - menn trúa ekki heppni sinni.