*
ÁRNI Björn Þórarinsson,
handknattleiksmaður, hefur ákveðið að leika með
Víkingum
næsta vetur en hann er vinstri hornamaður og lék með
KA
á síðustu leiktíð.
Árni
er 20 ára gamall og hefur verið einn af lykilmönnum
KA
síðustu tvö tímabil en hann er að fara í skóla í haust í Reykjavík.
*DÓMARATRÍÓIÐ
*
MARCELLO
Lippi,
landsliðsþjálfari
Ítalíu,
velur landslið sitt fyrir leikinn gegn
Íslandi
fyrr en sunnudaginn 15. ágúst og kemur liðið saman í
Flórens
daginn eftir. Til
Íslands
kemur liðið á þriðjudag, leikur á miðvikudagskvöld og heldur á ný til
Ítalíu
að leik loknum.
*ÓLAFUR Ingi Skúlason
*DRAUMALIÐ Bandaríkjanna í körfuknattleik sem keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu sigraði Þýskaland í fyrrakvöld með þriggja stiga mun, 80:77. Allen Iverson tryggði bandaríska liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu á lokaandartökum leiksins. Tim Duncan gerði 19 stig fyrir Bandaríkin en Dirk Nowitzki , leikmaður Dallas Mavericks , gerði 32 stig fyrir Þýskaland .
* MATEJA Kezman , sóknarmaður Chelsea , var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu en hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Roma á æfingamóti Bandaríkjunum í síðustu viku. Leikbannið tekur gildi 17. ágúst og því mun hann geta tekið þátt í fyrsta leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem er gegn Manchester United 15. ágúst.
* NÝLIÐAR Norwich í ensku úrvalsdeildinni hafa keypt Svíann Mattias Jonson en hann er 30 ára sókndjarfur miðjumaður. Mattias kemur frá danska liðinu Bröndby en hann hefur leikið 41 landsleik og hann tók þátt í öllum fjórum leikjum Svía á Evrópukeppninni í Portúgal.