Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur.

Ég mun alltaf minnast þín.

Ég ætla að kveðja þig með þessari bæn sem þú kenndir mér.

Legg ég nú bæði líf og önd,

ljúfi Jesús, í þína hönd,

síðast þegar ég sofna fer

sitji Guðs englar yfir mér.

(Hallgrímur Pétursson.)

Ég mun alltaf sakna þín, Guð geymi þig.

Þín

Sólveig Sif.

Elsku langafi.

Þú varst besti vinur minn og ég sakna þín. Ég veit að þú vildir deyja af því að þú varst lasinn. Mér finnst sorglegt að þú sért dáinn en veit að þér líður vel hjá Guði.

Hilmir Hrafn.