HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu rúmum 3 milljörðum króna í gær voru rösklega 1,9 milljarða króna viðskipti með hlutabréf í KB banka og hækkaði verð þeirra bréfa um 2% innan dagsins en KB banki birtir í dag uppgjör sitt fyrir árið 2004.

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu rúmum 3 milljörðum króna í gær voru rösklega 1,9 milljarða króna viðskipti með hlutabréf í KB banka og hækkaði verð þeirra bréfa um 2% innan dagsins en KB banki birtir í dag uppgjör sitt fyrir árið 2004. Verð hlutabréfa í Actavis hækkaði þó meira, um 4,1%, í næstmestu viðskiptum dagsins sem námu ríflega 365 milljónum króna.

Mest verðlækkun varð á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar (-2,3%) og Bakkavarar (-1,6%). Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,91% í 3.596 stig.