Roy Hallums
Roy Hallums — Reuters
AL-Jazeera -sjónvarpsstöðin arabíska sýndi í gær myndir af Bandaríkjamanni, sem verið hefur gísl í Írak frá því í nóvemberbyrjun. Á myndbandinu biður hann leiðtoga arabaríkjanna að koma sér til hjálpar. Manninum, sem heitir Roy Hallums, var rænt 1.

AL-Jazeera-sjónvarpsstöðin arabíska sýndi í gær myndir af Bandaríkjamanni, sem verið hefur gísl í Írak frá því í nóvemberbyrjun. Á myndbandinu biður hann leiðtoga arabaríkjanna að koma sér til hjálpar.

Manninum, sem heitir Roy Hallums, var rænt 1. nóvember síðastliðinn ásamt Filippseyingi, Nepalbúa og þremur Írökum en þeim hefur síðan verið sleppt. Unnu þeir allir fyrir bandaríska verktaka í Írak. Fjölskylda Hallums hefur reynt að beita sér fyrir lausn hans en ekki er ljóst hverjir mannræningjarnir eru eða hvaða kröfur þeir gera.

Dunai. AFP.