— Morgunblaðið/Þorkell
Hlíðar | Kuldakastinu sem hefur staðið yfir lungann úr Janúar, lauk með hraði á síðustu dögum þegar asahláka tók við af frostinu. Myndaðist þá gríðarleg hálka víða í borginni og ekki síst á gangstéttum, þangað sem snjónum er gjarnan rutt af götunum.

Hlíðar | Kuldakastinu sem hefur staðið yfir lungann úr Janúar, lauk með hraði á síðustu dögum þegar asahláka tók við af frostinu.

Myndaðist þá gríðarleg hálka víða í borginni og ekki síst á gangstéttum, þangað sem snjónum er gjarnan rutt af götunum. Í fyrrakvöld var hlákan slík að menn komust svo að orði að "stórfljót beljuðu" niður í Laugardalinn og víðar í borginni.

Það er þó bót í máli í hálkunni að hafa sand undir fótum og dugði það þessari ungu móður vel þegar hún tók smáfólkið í hressingargöngu.