HÆTTUR á hafsbotni er yfirskrift málþings sem Háskóli Íslands efnir til í dag um jarðfræði hamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á flóðbylgjum við Ísland. Málþingið er haldið í Öskju kl. 16-18.
HÆTTUR á hafsbotni er yfirskrift málþings sem Háskóli Íslands efnir til í dag um jarðfræði hamfaranna í Asíu 26. desember sl. og hættu á flóðbylgjum við Ísland. Málþingið er haldið í Öskju kl. 16-18. Verður þar fjallað um eðli og orsakir atburðanna sem þá urðu, viðvaranir við náttúruvá, og hættu á slíkum atburðum við Ísland. Erindi halda Páll Einarsson, Bryndís Brandsdóttir, Steinunn Jakobsdóttir, Freysteinn Sigmundsson og Ármann Höskuldsson. Fundarstjóri er Ágúst Gunnar Gylfason, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.