NORSKA fjármálaeftirlitið hefur samþykkt að mæla með því við norska fjármálaráðuneytið að heimila kaup Íslandsbanka á BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka til Kauphallar Íslands.

NORSKA fjármálaeftirlitið hefur samþykkt að mæla með því við norska fjármálaráðuneytið að heimila kaup Íslandsbanka á BNbank (Bolig- og Næringsbanken ASA) í Noregi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka til Kauphallar Íslands.

Tilboðið í BNbank er nú háð samþykki fjármálaráðuneytisins í Noregi. Fjármálaeftirlitið hér á landi hefur tilkynnt að það geri ekki athugasemdir við kaup Íslandsbanka á BNbank.

Það var í nóvember síðastliðnum sem Íslandsbanki lagði fram yfirtökutilboð í BNbank. Kaupverðið svarar til um 35 milljarða íslenskra króna.