"ÞETTA var rosalega lélegt fannst mér. Við vorum miklu betri allan leikinn, erum með þetta sterka lið en samt töpum við.

"ÞETTA var rosalega lélegt fannst mér. Við vorum miklu betri allan leikinn, erum með þetta sterka lið en samt töpum við. Við fórum illa með vítaköstin og fleiri fín færi og það er alltof dýrt í svona jafnri keppni," sagði Einar Hólmgeirsson eftir tapleikinn gegn Slóveníu, 33:34. "Ég veit bara ekki hvað gerðist hjá okkur. Við áttum auðvitað að fara inn í hálfleik með sex marka forystu, en það tókst ekki. Þetta var eintómur klaufaskapur. Það vantaði eitthvað smávegis hjá okkur til að ná að klára þetta, Roland hélt okkur inni í þessu framan af með því að verja vel, en síðan datt markvarslan niður og vörnin var auðvitað ferlega léleg, alveg hriplek. Það eru enn þrír leikir eftir í riðlinum og það er alveg hægt að komast áfram ennþá og við ætlum okkur að gera það," sagði Einar Hólmgeirsson.