ÞAÐ var kalt í gær í Túnis, hitinn ekki nema rétt rúmlega tíu gráður og rigning fram eftir degi auk þess sem nokkur vindur var. Þetta fannst inni í íþróttahöllinni í Menzha því þar er greinilega engin eða altént mjög lítil kynding.

ÞAÐ var kalt í gær í Túnis, hitinn ekki nema rétt rúmlega tíu gráður og rigning fram eftir degi auk þess sem nokkur vindur var.

Þetta fannst inni í íþróttahöllinni í Menzha því þar er greinilega engin eða altént mjög lítil kynding.

Gluggar eru allt í kring í þessu hringlaga húsi og voru þeir meira og minna opnir þrátt fyrir að bæði blaðamenn, starfsfólk og aðrir bæðu um að þeim yrði lokað.

Þetta eru gluggar sem eru ekki ósvipaðir rimlagardínum og þó glerrimlarnir hafi verið settir í lokaða stöðu fuku þeir jafnóðum upp þannig að í blaðamannastúkunni var um tíma hávaðarok og ískalt þannig að íslensku blaðamennirnir sáu mest eftir því að hafa ekki tekið með sér Max-kuldagalla að heiman. Það er ekki oft sem hans er saknað við Miðjarðarhafið og það meira að segja sunnan við það.