FJÖLSKYLDA sænska forstjórans Fabians Bengtssons hefur samband við þá, sem rændu honum fyrir um tíu dögum. Kom þetta fram á vefsíðu fjölskyldufyrirtækisins, Siba, í gær. Bengtsson var rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gautaborg 17.

FJÖLSKYLDA sænska forstjórans Fabians Bengtssons hefur samband við þá, sem rændu honum fyrir um tíu dögum. Kom þetta fram á vefsíðu fjölskyldufyrirtækisins, Siba, í gær.

Bengtsson var rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gautaborg 17. janúar og síðan hefur ekkert til hans spurst.

Síðastliðinn laugardag komu foreldrar hans fram í sjónvarpi og skoruðu á mannræningjana að sleppa syni þeirra og í gær var staðfest, að þeir hefðu haft samband. Ekkert annað er um það vitað en sænska lögreglan vinnur að málinu í samstarfi við alþjóðalögregluna, Interpol.

Stokkhólmi. AFP.