Björn Þorleifsson
Björn Þorleifsson — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BJÖRN Þorleifsson varði Norðurlandameistaratitilinn sinn í sínum flokki, 78 kg, á NM-mótinu í taekwondo, sem fór fram í Ósló í Noregi um sl. helgi.

Björn keppti í þremur bardögum og vann alla mjög öruggt - fyrst lagði hann Björn Javid Ayob frá Noregi, þá Finnann Mikko Korhonen og síðan Svíann Tobias Wilhelm í úrslitaviðureigninni. Tobias átti aldrei neinn möguleika og fór úrslitabardaginn 15:9. Björn var með yfirburði frá fyrstu mínútu, eins og reyndar í öllum sínum bardögum.

Rut Sigurðardóttir, Anna Jónsdóttir og Írunn Ketilsdóttir fengu brons í sínum flokkum.

Íslenskar stúlkur unnu til fimm verðlauna í unglingaflokki. Tinna María Óskarsdóttir varð Norðurlandameistari í -63 kg flokki. Sigríður Skúladóttir vann systur sína Sólrúnu 17-14 í úrslitum í +68 kg flokki. Sara Magnúsdóttir fékk silfur í sínum flokki og Ragna Kristjánsdóttir brons í sínum flokki.