Kryddblandan sem gerir allan mat betri

00:00
00:00

Þessi krydd­blanda á fáa sína líka í heim­in­um enda framúrsk­ar­andi bragðgóð og marg­slung­in. Við mæl­um með að þið gerið stór­an skammt og eigið blönd­una til upp í skáp þannig að þið þurfið ekki að gera hana frá grunni í hvert sinn.

Þurrkrydd­blanda frá Mar­okkó

  • ¼ bolli heil kúmmín­fræ
  • 1 tsk. þurrkað timj­an
  • 1 tsk. þurrkuð basilika
  • 1 tsk. heil­ir þurrkaðir neg­ulnagl­ar
  • 5 heil­ir stjörnu­anís­ar
  • ¼ bolli malað kórí­and­ur
  • 2 tsk. malaður kanill
  • 2 tsk. malað allra­handa
  • 1 msk. chili­duft
  • 2 msk. paprika
  • 1 tsk. cayenn­ep­ip­ar
  • 4 ½ tsk. kos­her-salt
  • 2 tsk. nýmalaður svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn­inn í 200 gráður.
  2. Blandaðu hrá­efn­un­um á efri list­an­um sam­an á bök­un­ar­plötu og ristaðu við 200 gráður í 5 mín­út­ur.
  3. Settu í mat­vinnslu­vél eða kryddkvörn og malaðu í fínt duft.
  4. Settu í fat og bættu við kórí­andri, kanil, allra­handa, chili­dufti, papriku, cayenne-pip­ar, kos­her-salti og ný­möluðum svört­um pip­ar, blandaðu vel með skeið.
  5. Þessi blanda er mjög góð á kjúk­linga­bita, annað fugla­kjöt, svína­lund eða nauta­kjöt.
mbl.is/​Gunn­ar Kon­ráðsson
mbl.is