Kryddblandan sem gerir allan mat betri

Þessi kryddblanda á fáa sína líka í heiminum enda framúrskarandi bragðgóð og margslungin. Við mælum með að þið gerið stóran skammt og eigið blönduna til upp í skáp þannig að þið þurfið ekki að gera hana frá grunni í hvert sinn.

Þurrkryddblanda frá Marokkó

  • ¼ bolli heil kúmmínfræ
  • 1 tsk. þurrkað timjan
  • 1 tsk. þurrkuð basilika
  • 1 tsk. heilir þurrkaðir negulnaglar
  • 5 heilir stjörnuanísar
  • ¼ bolli malað kóríandur
  • 2 tsk. malaður kanill
  • 2 tsk. malað allrahanda
  • 1 msk. chiliduft
  • 2 msk. paprika
  • 1 tsk. cayennepipar
  • 4 ½ tsk. kosher-salt
  • 2 tsk. nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 200 gráður.
  2. Blandaðu hráefnunum á efri listanum saman á bökunarplötu og ristaðu við 200 gráður í 5 mínútur.
  3. Settu í matvinnsluvél eða kryddkvörn og malaðu í fínt duft.
  4. Settu í fat og bættu við kóríandri, kanil, allrahanda, chilidufti, papriku, cayenne-pipar, kosher-salti og nýmöluðum svörtum pipar, blandaðu vel með skeið.
  5. Þessi blanda er mjög góð á kjúklingabita, annað fuglakjöt, svínalund eða nautakjöt.
mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is
Loka