Einföld en ómótstæðileg steikarloka

Ljósmynd/Hanna Þóra

Steikarlok­ur eru al­gjört lostæti og er upp­lagt að nota af­ganga í slík­ar dá­semd­ir. Hér er Hanna Þóra með eina of­ur­ein­falda upp­skrift en hún seg­ir vin­sælt á sínu heim­ili að nýta steik­araf­ganga (ef ein­hverj­ir verða) í sam­lok­ur dag­inn eft­ir.

„Til að byrja með var steik­ar­sam­lok­an af­ganga­mat­ur þar sem við kláruðum kjötið, heima­gerðu bernaisesós­una og steiktu svepp­ina en svo hafa hlut­irn­ir þró­ast þannig að við út­bú­um stund­um steik­ar­sam­loku án þess að vera með af­ganga. Þá kaup­um við lít­inn bita af nauta­kjöti, en í hverja sam­loku þarf ekki mikið kjöt, steikj­um sveppi og lauk – ef tím­inn er naum­ur er notuð pakka bernaisesósa – ein­falt og alltaf vin­sælt hér á bæ," seg­ir Hanna Þóra.

Mat­ar­blogg Hönnu Þóru er hægt að nálg­ast HÉR.

Ein­föld en ómót­stæðileg steikarloka

  • Ham­borg­ara­brauð – t.d. heima­gert ham­borg­ara­brauð
  • Rauðlauk­ur – skor­inn í sneiðar
  • Svepp­ir – skorn­ir í sneiðar
  • Bernaisesósa – til­valið að nota af­gang af heima­gerðri bernaisesósu
  • Nauta­kjöt
  • Sal­at
  • Salt/​pip­ar

Aðferð:

  1. Kjötið skorið í þunn­ar sneiðar.
  2. Pakkasósa út­bú­in eða heima­gerða sós­an mýkt var­lega upp (hún get­ur auðveld­lega ystað ann­ars). Lauk­ur og svepp­ir snögg­steikt­ir og ham­borg­ara­brauðið hitað í sam­lokugrill­inu.
  3. Kjötsneiðarn­ar snögg­steikt­ar á heitri pönn­unni.
  4. Bernaisesós­an sett á ann­an brauðhelm­ing­inn… síðan kjöt, lauk­ur, svepp­ir og svo kannski smá sal­at… aft­ur sósa og sam­lok­unni er lokað með hinum helm­ingn­um.
Ljós­mynd/​Hanna Þóra
mbl.is