Grilluð bleikja að hætti meistarakokksins

Kristinn Magnússon

Það er eng­inn ann­ar en Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, yfir­kokk­ur á Silfra Restaurant, sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem er með þeim vandaðri sem sést hef­ur. Hér erum við með æv­in­týra­lega fágaða sam­setn­ingu hrá­efna og þú slærð sann­ar­lega í gegn ef þú býður upp á þessa snilld.

Grilluð Unagi bleikja, spergilkál með reyktu skyri og hnetu krydd­blöndu,sýrður skarlottu­lauk­ur og  grilluð smág­úrka með stein­selju­olíu.

  • Bleikja 1 meðal­stórt flak
  • Olía
  • salt

Aðferð: bleikj­an er roðflétt og skömtuð niður í 3-4 bita. Grillið þarf að vera mjög heitt þegar fisk­ur­inn fer á.  Bleikja hef­ur mjög stutt­an eld­un­ar­tíma og vill maður ekki hafa hana leng­ur en 1 mín­útu á hvorri hlið. Unagi sós­an er pensluð yfir fisk­inn rétt í lok­inn til að kara­mella syk­ur­inn.

Unagi

  • 100 g mir­in
  • 30 g sake
  • 40 g púður­syk­ur
  • 100 g soya sósa


Aðferð: allt er sett sam­an í pott og soðið niður ¼ og kælt. Sós­an á að vera eins og sýróp.

  • ís­lenskt spergilkál 1 haus
  • Olía
  • Salt
  • Ylli­blóma­e­dik


Aðferð: spergilkálið er skorið og soðið í sjóðandi vatni í 45 sek og sett svo beint í kalt vatn. Það ger­ir það að verðum að við náum fram fal­leg­um græn­um lit og vernd­ar það frá því að brenna áður en það verður orðið eldað á grill­inu.

Spergilkálið er síðan dressað up­p­úr olíu, salti og ed­iki og grillað á öll­um hliðum. Þegar það er tekið af grill­inu er því dýft í reykta skyrið og síðan í fræ­blönd­una.


Grilluð smág­úrka

  • 1 pakkn­ing smá gúrk­ur
  • Olía
  • Salt
  • Edik

Gúrk­urn­ar eru dressaðar með olíu,salti og ed­iki og grillaðar all­an hring­inn síðan skorn­ar í tvennt og mar­in­eraðar í stein­selju olíu í 30 mín minsta kosti. Þær eru born­ar fram kald­ar.

Stein­selju­olía

  • 1 pakki stein­selja
  • 200 ml olía

Aðferð: Stein­selja og olía er sett sam­an í bland­ara í 2 mín­út­ur í botni og síðan sigtuð í gegn­um fínt sigti eða tusku.

Hnetu krydd­blanda

  • 40 g hesli­hnet­ur
  • 40 g pist­así­ur
  • 40 g ses­am fræ
  • 20 g sinn­eps­fræ
  • 10 g tur­merik
  • 10 g ristuð cu­men fræ


Aðferð:

Allt er sett á bakka  nema tur­merik og ristað á 150 grá­um í 15 mín­út­ur eða þannig að hesli­hnet­urn­ar eru orðnar gull­in brún­ar. Þegar bland­an er orðin köld er allt sett sam­an í mat­vinnslu­vél og unnið fínt.

Reykt skyr

  • 100 g skyr
  • 30 g reykt olía
  • 5 g salt
  • 5 g sítr­ónusafi

Aðferð: Allt er blandað sam­an í skál.


Sýrður skarlottu­lauk­ur

  • 2 stk. lauk­ar
  • 50 g edik
  • 50 g syk­ur
  • 50 g vatn

Aðferð: Skrælið lauk­inn og skerið þunnt. Edik, syk­ur og vatn er sett í sam­an í pott og feng­inn upp suða. Þegar suðan er kom­inn upp er lauk­ur­inn sett­ur út í og pott­ur­inn plastaður. Gott er að leyfa þessu að vera alla­vega í leg­in­um í minnsta kosti 2 klst.

Krist­inn Magnús­son
Krist­inn Magnús­son
mbl.is