Grillaður aspas með hráskinku og parmesan

Kristinn Magnússon
Þessi dásamlegi réttur er svo geggjaður að það er leitun að öðru eins.
Grillaður aspas með hráskinku og parmesan
  • 1 búnt aspas
  • 2 pakkar Serrano-hráskinka
  • 1 dl rifinn parmesanostur, fæst t.d. í ostaborðinu í Hagkaupum

Endarnir eru brotnir af aspasnum og honum velt upp úr olíu. Aspasinn er þá grillaður á háum hita í um það bil 4 mínútur, þá er hann tekinn af og hráskinkan vafin utan um hann og aspasinn settur aftur á grillið í 2-3 mínútur. Þá er hann færður af beinum hita, settur á efri grindina eða til hliðar á grillið og parmesanostinum stráð yfir. Síðan er grillinu lokað og ostinum leyft að bráðna.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: