Grænmetisspjót með grilluðu ívafi

Kristinn Magnússon
Hér erum við að sjá eitthvða splunkunýtt því í stað þess að nota hefðbundna grillpinna er notast við rósmaríngreinar.
Grænmetisspjót með grilluðu ívafi
  • 1 stk. rauðlaukur
  • ½ askja kirsuberjatómatar
  • 1 stk. grænn kúrbítur
  • 1 stk. gulur kúrbítur
  • 2 stk. sæt paprika
  • 1 pakki rósmarín

Grænmetið allt skorið í svipað stóra bita. Best er að stinga í gegnum alla bitana með grillprjóni fyrst áður en þeir eru þræddir upp á rósmaríngreinarnar. Þá er olíu og salti sáldrað yfir spjótin og þau grilluð á háum hita í um það bil 5 mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: