Ómótstæðileg kjúklinga- og grænmetisgrillspjót

Geggjuð grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót úr smiðju Hildar Rutar.
Geggjuð grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót úr smiðju Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þú átt eft­ir að grilla kjúk­ling þetta sum­arið, þá skaltu fara eft­ir þess­ari upp­skrift. Hér eru ómót­stæðileg kjúk­linga- og græn­met­is grill­spjót úr smiðju Hild­ar Rut­ar.

„Kjúk­linga­spjót í sinn­eps- og hvít­laukskrydd­legi, græn­met­is­spjót og dá­sam­leg köld sinn­epssósa með sætu sinn­epi frá Heinz. Sum­ar­leg­ur og góm­sæt­ur rétt­ur sem all­ir geta gert og pass­ar sér­lega vel með köldu hvít­víni. Ég notaði spjót úr stáli sem ég keypti í Kokku um dag­inn og þau eru afar þægi­leg en auðvitað er hægt að nota tré­spjót (sem fást í mat­vöru­versl­un­um) en þá þarf að muna að láta þau liggja í bleyti áður en þau eru notuð,” seg­ir Hild­ur Rut.

Ómót­stæðileg kjúk­linga- og græn­met­is­grill­spjót (fyr­ir 3-4)

Kjúk­linga­spjót

  • 6-7 spjót
  • 6-7 úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 1-2 msk. Heinz-sinn­ep milt
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 hvíltauksrif, pressuð
  • 2-3 msk. stein­selja, smátt söxuð
  • Salt og pip­ar

Græn­met­is­spjót

  • 6 spjót
  • 8-10 svepp­ir
  • 2 fersk­ir maís­stöngl­ar
  • 5 litl­ar piemento-paprik­ur
  • 1 kúr­bít­ur
  • 1 rauðlauk­ur
  • 3 msk. ólífu­olía
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • 1 hvít­lauksrif, pressað
  • 3 msk. stein­selja, smátt söxuð
  • Cayenne-pip­ar
  • Salt og pip­ar

Sósa

  • 3 msk. Heinz-maj­ónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • Safi úr ¼ sítr­ónu
  • 2 msk. stein­selja, smátt söxuð
  • 1 ½ msk. Heinz-sinn­ep, sætt

Aðferð:

  1. Snyrtið kjúk­ling­inn og blandið sam­an ólífu­olíu, mildu Heinz-sinn­epi, sítr­ónusafa, hvít­lauksrifi, stein­selju, salti og pip­ar í skál. Bætið kjúk­lingn­um sam­an við og látið liggja í krydd­leg­in­um í klukku­stund til nokkr­ar klukku­stund­ir.
  2. Þræðið kjúk­linga­bit­ana upp á grill­spjót. Ég set einn kjúk­linga­bita á hvert spjót.
  3. Grillið spjót­in þar til kjúk­ling­ur­inn er eldaður í gegn. Passið að snúa þeim reglu­lega á grill­inu.
  4. Skerið maís­stöngla, piemento-paprik­ur, kúr­bít og rauðlauk í bita (þarf ekki að skera svepp­ina ef þeir eru litl­ir) í svipað stóra bita.
  5. Blandið sam­an ólífu­olíu, sítr­ónusafa, hvít­lauksrifi, stein­selju, cayenne-pip­ar, salti og pip­ar í skál. Bætið öllu græn­met­inu sam­an við krydd­lög­in og látið standa í klukku­stund.
  6. Þræðið græn­metið upp á grill­spjót og grillið á væg­um hita. Passið að snúa reglu­lega á grill­inu.
  7. Blandið öllu hrá­efn­inu í sós­una sam­an og berið fram með kjúk­lingn­um og græn­met­inu. Einnig er mjög gott að bera þetta fram með kart­öfl­um.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Grillveisla af bestu gerð.
Grill­veisla af bestu gerð. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Loka