Grillpotturinn sem er að gera allt vitlaust

Undrapotturinn frá Lodge sem þú þarft að eignast í sumar.
Undrapotturinn frá Lodge sem þú þarft að eignast í sumar. mbl.is/Lodge

Einhverjir myndu segja að hér væri um galdrapott að ræða, því þessi grillgræja getur nánast allt og er ómissandi að mati margra sem hafa prófað.

Sumarið hefur ekki farið framhjá neinum síðustu daga og til að fullkomna þessa sólríku daga er þessi undrapottur – eða eigum við að segja grillpanna, steikarpanna, wokpanna eða pítsuofn? Því þessi pottur er allt þetta og meira til.

Potturinn er frá Lodge og þeir sem til þekkja vita að hér er um hágæðavörur að ræða. Lodge er fjölskyldurekið fyrirtæki og hefur framleitt steypujárn frá árinu 1896. Árið 2002 byrjaði Lodge með nýja línu sem kallast Lodge Logic en þá er steypujárnið bakað í feiti og tilbúið til notkunar. Nú eru allar vörur frá þeim meðhöndlaðar á þennan hátt áður en þær fara úr verksmiðjunni og því ekkert því til fyrirstöðu að skella pönnunni eða pottinum beint á helluna.

Við mælum með að horfa á eftirfarandi myndband af pottinum sem virðist vera það heitasta fyrir grillsumarið sem fram undan er – en græjan er fáanleg í versluninni Kokku.

Þessi græja getur allt!
Þessi græja getur allt! mbl.is/Lodge
mbl.is
Loka