Lekkerasti grillréttur sem sést hefur lengi

Frábær grillréttur yfir sumartímann - kúrbítur með mangó salsa og …
Frábær grillréttur yfir sumartímann - kúrbítur með mangó salsa og sósu sem rífur í. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni góm­sæt­ur, sum­ar­leg­ur og holl­ur rétt­ur – eða grillaður kúr­bít­ur með mangó salsa og chedd­ar osti. Habanero sós­an set­ur síðan punkt­inn yfir i-ið og ríf­ur aðeins í. Það er Hild­ur Rut á heiður­inn að þess­um rétti og seg­ir; „Það er frá­bær hug­mynd að bera rétt­inn fram með grilluðum tígris­rækj­um ef að þið eruð í þannig stuði. Þenn­an rétt ætla ég að gera aft­ur, ekki spurn­ing!“

Grill­rétt­ur sem kitl­ar bragðlauk­ana (fyr­ir 2)

  • 2 kúr­bít­ar
  • Ólífu­olía
  • Krónu krydd – Ertu ekki að græn­ast?
  • Salt & pip­ar
  • 1 fersk­ur maí­skólf­ur
  • 1 ½ dl svart­ar baun­ir
  • 1 ½ dl Quin­ola express spicy mex­ican
  • 1 dl rif­inn chedd­ar ost­ur

Mangósalsa

  • 1 avóka­dó
  • ½ mangó
  • 8 litl­ir tóm­at­ar
  • 1 msk blaðlauk­ur
  • 1 msk kórí­and­er
  • Safi úr ½ lime

Sósa

  • 3 msk. maj­ónes
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • 1-2 tsk. Habanero sósa frá Sauce shop
  • Safi úr ½ lime
  • ¼ tsk hvít­lauks­duft
  • ¼ tsk lauk­duft
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera tóm­ata, mangó, avóka­dó og blaðlauk smátt og blanda sam­an við safa úr lime.
  2. Skerið maískorn­in af maí­skólf­in­um. Steikið upp úr olíu á pönnu í 3-5 mín­út­ur og saltið og piprið. Blandið maískorn­un­um sam­an við svart­ar baun­ir, kínóa og chedd­ar ost.
  3. Hrærið öll­um sósu hrá­efn­un­um sam­an í skál. Mæli með að smakka ykk­ur til með habanero sós­una, hún er mjög sterk.
  4. Skerið kúr­bít í tvennt og hreinsið inn­an úr hon­um með skeið. Penslið með ólífu­olíu og kryddið með Ertu ekki að græn­ast, salti og pip­ar.
  5. Grillið kúr­bít­inn í 4-6 mín­út­ur á báðum hliðum eða þar til hann er kom­inn með góðar grill­rend­ur.
  6. Fyllið hann með kínóa­blönd­unni og haldið áfram að grilla hann á væg­um hita í 10-12 mín­út­ur eða þar til hann er eldaður í gegn og ost­ur­inn bráðnaður. Þið getið einnig bakað hann í ofni við 200°C í 12-15 mín­út­ur.
  7. Toppið kúr­bít­inn með mangósals­anu og sós­unni.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is