Grillaður lax með himneskri marineringu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Grillaður fisk­ur er eitt það besta sem hægt er að leggja sér til munns en marg­ir veigra sér við að grilla fisk. Þegar kem­ur að því að velja fisk er gott að velja fisk­teg­und sem er þétt í sér og er lax­inn þar fremst­ur meðal jafn­ingja ásamt lúðu og skötu­sel. Það má líka heil­grilla fisk en það eru ákveðin trix sem þarf að kunna til að fisk­ur­inn heppn­ist sem best.

    Marg­ir telja rúllu af álp­app­ír vera burðarstoð í fiskigrill­un en það er arg­asti þvætt­ing­ur. Hrein­trúaðir ganga meira að segja svo langt að kalla það svika­grill­un og það sé allt eins hægt að sjóða fisk­inn enda eld­ist hann í eig­in safa í álp­app­írn­um. Fiski­mott­ur eru vin­sæl­ar hjá sum­um, þá sér­stak­lega þegar verið er að grilla viðkvæm­ari fisk­teg­und­ir og er það gott og vel.

    Tvö meg­in­at­riði ber að hafa í huga. Í fyrsta lagi þarf grillið að vera fun­heitt áður en fisk­ur­inn er sett­ur á og þannig er hann grillaður í frem­ur stutt­an tíma. Ofeld­un á fisk­in­um er land­lægt vanda­mál og reynd­ar er það þannig með fisk að hann er fínn þótt hann sé ör­lítið glær í miðjunni. Hins veg­ar verður hann afar fljótt þurr á grilli sé hann eldaður of lengi. Hitt mik­il­væga atriðið er að þrífa grillið vel áður en haf­ist er handa og olíu­bera grind­ina. Það er hægt að gera með því að væta tusku eða klút með matarol­íu og strjúka vel yfir grind­ina eða ein­fald­lega spreyja með þar til gerðu spreyi. Hvort held­ur sem er ætti að gera þetta áður en grillið verður æp­andi heitt.

    Hái hit­inn þjón­ar einnig þeim til­gangi að loka fisk­in­um hratt og hindra þannig vökv­atap líkt og gert er með kjöt. Fisk­ur­inn fest­ist síður við grillið og auðveld­ara verður að snúa hon­um. Í þess­ari upp­skrift hér að neðan var lax­inn skor­inn í steik­ur en vel má grilla heilt flak. Fyrst var roðinu snúið upp til að fá fal­leg­ar grill­rend­ur í fisk­inn en síðan var hon­um snúið við og hann grillaður á roðinu. Fisk­ur­inn bragðaðist ótrú­lega vel og mar­in­er­ing­in passaði ein­stak­lega vel við og er hægt að mæla heils­hug­ar með þess­ari mar­in­er­ingu. Fisk­ur­inn var góður heit­ur og alls ekki síðri eft­ir að hann hafði kólnað. Ekki er verra að grilla meira en minna af fisk­in­um og eiga síðan í klæli til að kroppa í eða nota út í sal­at dag­inn eft­ir.

    Grillaður lax með him­neskri mar­in­er­ingu
    • 2 laxa­flök
    • Hvít­lauks- og kórí­and­ermar­in­er­ing frá Badia
    • Fersk­ur asp­as
    • SPG krydd frá Hag­kaup
    • Olio Nitti ólífu­olía
    • 1 lime
    • 1 búnt ferskt kórí­and­er
    • 2-3 sítr­ón­ur
    • Sér­valið sæt­kart­öflu­sal­at
    • Sér­val­in par­mes­ansósa
    • Kryddað rót­argræn­meti

    Aðferð:

    1. Skerið lax­inn niður í sneiðar. Penslið vel með hvít­lauks- og kórí­and­er mar­in­er­ingu. Hjúpið með fersk­um kórí­and­er.
    2. Rífið ferskt lime yfir.
    3. Skerið end­ana af asp­asin­um. Hellið vel af olíu yfir og kryddið með SPG krydd­inu.
    4. Skerið sítr­ón­ur í báta.
    5. Grillið lax­inn, asp­asinn og rót­argræn­metið eins og þarf.
    6. Berið fram með par­mes­ansósu og sæt­kart­öflu­sal­ati.
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur: