Kartöflurnar sem munu breyta lífi þínu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hér er á ferðinni ein sú ljúf­feng­asta grill­máltíð sem sög­ur fara af. Við erum að tala um grillað lamba-ri­beye eins og það ger­ist best og meðlæti sem fær full­orðna menn til að falla í yf­irlið.

    Trufflu­fylltu kart­öfl­urn­ar þóttu al­gjört sæl­gæti

    • 4 lamba-ri­beyesteik­ur
    • AMB-krydd
    • sér­val­in hvít­laukssósa
    • sér­vald­ar trufflukart­öfl­ur
    • Lillie's GOLD Barbeque Sauce
    • rót­argræn­meti
    • SPG-krydd
    • Olio Nitti-olía

    Aðferð:

    1. Kryddið kjötið eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um með AMB-krydd­inu. Hellið ólífu­olíu yfir.
    2. Kryddið rót­argræ­metið með SPG-krydd­inu og hellið ólífu­olíu yfir. 
    3. Setjið kjötið á grillið ásamt trufflukart­öfl­un­um og rót­argræn­met­inu. 
    4. Penslið kjötið með grillsósu og munið að ri­beye þarf tölu­vert lengri eld­un enda mik­ill og góður biti. 
    5. Berið fram með hvít­laukssósu, grilluðu rót­argræn­meti og trufflukart­öfl­un­um.

    Í KASSA:

    Fram­hrygg­ur er skor­inn af efsta hluta framparts. Bit­inn er bragðmik­ill, held­ur stífari en hryggvöðvi. Úrbeinaður og fullsnyrt­ur án yf­ir­borðsfitu er hann kallaður ri­beye en prime ef yf­ir­borðsfit­an er höfð á. Vöðvinn er hent­ug­ur í eld­un­araðferðir sem eru ætlaðar fyr­ir stíft kjöt en hann er líka vin­sæl grill­steik.

    Fremsti hluti hryggj­ar­ins er oft skor­inn í sneiðar sem eru svo pönnu­steikt­ar, ofn­steikt­ar eða grillaðar. Frem­ur bragðmikið kjöt og til­tölu­lega meyrt en inni­held­ur þó meira af bindi­vef en t.d. kótilett­ur, svo að það þarf ívið lengri eld­un. Það kem­ur hins veg­ar ekki að sök þar sem það er oft­ast vel fitu­sprengt.

    mbl.is