Bestu ráðin til að klúðra ekki grillsteikinni

Það er auðvelt að klúðra grillsteikinni.
Það er auðvelt að klúðra grillsteikinni. mbl.is/

Það er grill­vertíð þessa dag­ana, sem þýðir að við vilj­um reykt­an ljúf­feng­an mat á borðið – eða grillaðar krás­ir við öll tæki­færi. Og hér færðu öll trix­in til að mat­ur­inn verði sem safa­rík­ast­ur eins og best er á kosið.

  • Best er að elda á hita­stigi en ekki á tíma. Ef þú ert að giska á hvenær mat­ur­inn þinn er til­bú­inn, þá er lík­legra að þú eld­ir hann of lengi sem veld­ur því að hann þorn­ar. Eins ef þú skerð í kjötið á meðan það er á grill­inu, þá miss­ir þú all­an dýr­mæta saf­ann úr kjöt­inu. Sér­fræðing­ar mæla með að nota hita­mæla til að ná besta ár­angr­in­um.
  • Settu upp tvö hita­svæði á grill­inu þínu. Ef hlut­irn­ir byrja að blossa, þá get­ur þú fært mat­inn yfir á óbeina hit­ann.
  • Forðast skal að elda á köld­um grillrist­um. Leyfið grill­inu að ná upp hita áður en þú legg­ur steik­ina á tein­ana. Ef grind­in er of köld, þá fest­ist mat­ur­inn frek­ar við grillið.
  • Ekki fest­ast í að grilla bara ham­borg­ara og pyls­ur – prófaðu þig áfram með fram­andi hrá­efni og spenn­andi upp­skrift­ir alls staðar að úr heim­in­um.
mbl.is
Loka