Svona er best að grilla pítsu

Þó nokk­ur atriði er nauðsyn­legt að hafa í huga þegar pítsa er grilluð. Mik­il­vægt er að hafa und­ir­lagið gott enda ekki hægt að setja pítsuna beint á grillið. Það er auðvitað hægt en við mæl­um ekki með því. Pítsu­steinn er góð fjár­fest­ing enda ná þeir góðum hita. Eins er snjallt að nota steypu­járn­spönnu – sér­stak­lega fyr­ir þá sem elska góðar pönnupítsur.

Það er jafn mik­il­vægt að hit­inn sé í lagi. Er þá átti við að grillið sé orðið nógu heitt. Það er al­gjör­lega til­gangs­laust að setja pítsuna á kalt grillið og láta hana hæg­eld­ast meðan grillið og steinn­inn eru að hitna. Til að ná fram bestu eld­un­inni skal grillið vera á há­marks­hita og steinn­inn einnig. Þannig eld­ast píts­an hratt og rétt.

Meðlæti er svo annað mál. Hér er viðkom­andi kokki í sjálfs­vald sett hvað hann not­ar en við mæl­um að sjálf­sögðu með því að þið veljið það sem ykk­ur þykir best. Þó má hafa nokkr­ar góðar regl­ur bak við eyrað – eins og regl­una um hið full­komna jafn­vægi sem kveður á um að nauðsyn­legt sé að hafa sætt á móti söltu og svo fram­veg­is. Gott dæmi um sætt meðlæti er sultaður lauk­ur, ban­an­ar og an­an­as. Prófaðu þetta næst þegar þú ætl­ar að grilla pítsu.

Parma­skinka er vin­sælt álegg og það sem er skemmti­legt við hana er að hún er sett eft­ir á þannig að píts­an bak­ast fyrst al­veg í gegn og síðan er álegg­inu bætt á. Pepp­eróní trón­ir þó á toppn­um sem vin­sæl­asta meðlætið hér á landi og skyldi eng­an undra. Salt­ur og reykt­ur mat­ur er vin­sæll hér en þess þá held­ur ættuð þið að prófa að setja eitt­hvað sætt með.

Burrata­ost­ur­inn hef­ur svo komið sterk­ur inn sem meðlæti sem og mozzar­ella­perlurn­ar. Ein­stak­lega ít­alskt og bragðgott.

Grund­vall­ar­regl­an er þó að passa upp á að botn­inn sé eldaður í gegn. Fátt er nefni­lega verra en hrá pítsa og þess vegna skipt­ir svo miklu máli að ná góðum hita bæði á grillið og stein­inn/​pönn­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: