Sósan sem smellpassar með grillmatnum

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Grillaðar kjúk­linga­bring­ur og góð sósa klikk­ar sjaldn­ast og hér fyr­ir neðan er dá­sam­leg upp­skrift að slíkri máltíð. Það er svo gam­an að betr­um­bæta sósu­duftið frá TORO því það er svo góður grunn­ur og virki­lega gott að blanda sam­an teg­und­um eins og þess­um hér. Það er eng­in önn­ur en Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn af þess­ari snilld sem all­ir ættu að prófa.

Góð sósa með grill­matn­um
  • 1 pk. Toro-sveppasósa
  • 1 pk. Toro-kjúk­lingasósa
  • 200 g svepp­ir
  • 30 g smjör
  • 2 hvít­lauksrif
  • 500 ml mat­reiðslur­jómi
  • 200 ml vatn
  • 1 msk. nauta­kjöt­kraft­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

Skerið svepp­ina niður og steikið upp úr smjöri við meðal­há­an hita.

Rífið hvít­lauksrif­in niður þegar svepp­irn­ir eru farn­ir að mýkj­ast og steikið aðeins áfram.

Hellið rjóm­an­um yfir og pískið sós­urn­ar sam­an við.

Kryddið til með krafti, salti og pip­ar eft­ir smekk.

Grillaðar kjúk­linga­bring­ur

  • 4 kjúk­linga­bring­ur
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. Bezt á kjúk­ling­inn-krydd

Aðferð:

Skerið bring­urn­ar í tvennt (langs­um).

Berjið aðeins niður þykk­asta hlut­ann til að jafna þykkt­ina á þeim bet­ur.

Setjið í zip-lock-poka ásamt ólífu­olíu og kryddi, leyfið að mar­in­er­ast í að minnsta kosti klukku­stund (yfir nótt líka í lagi).

Grillið á vel heitu grilli í um fjór­ar mín­út­ur á hvorri hlið og leyfið síðan að standa í að minnsta kosti 10 mín­út­ur áður en skorið er í þær.

Annað meðlætiGrillaðir kart­öflu­bát­ar (keypt­ir til­bún­ir eða kart­öfl­ur skorn­ar í báta sem búið er að velta upp úr olíu og kryddi).

Sal­at að eig­in vali, hér er blandað sal­at með jarðarberj­um, feta­osti og brauðten­ing­um.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: