Bjórleginn kjúklingur með grilluðum ananas

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er vel kunn staðreynd að bjór er ein­stak­lega skemmti­legt hrá­efni til að elda með og gild­ir þá engu hvort um er að ræða áfeng­an eða óá­feng­an bjór. Hér er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is með frek­ar frá­bæra upp­skrift þar sem mar­in­er­ing­in er fá­rán­lega spenn­andi.

Bragðmik­il og safa­rík upp­skrift sem við hvetj­um ykk­ur til að prófa.

Bjór­leg­inn kjúk­ling­ur með grilluðum an­an­as

Fyr­ir um 4 manns

  • Um 700 g Rose Poul­try úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 1 fersk­ur an­an­as
  • 1 flaska Stella Artois bjór
  • 80 g bal­samic edik
  • 40 g ólífu­olía
  • 30 g hlyn­sýróp
  • ½ lauk­ur (saxaður smátt)
  • 2 msk. jalapeno úr krukku (saxað)
  • 2 rif­in hvít­lauksrif
  • ½ tsk. salt
  • Kjúk­lingakrydd
  • Kórí­and­er til að strá yfir

Aðferð:

  1. Affrystið kjúk­ling­inn og þerrið kjötið.
  2. Flysjið an­anasinn og skerið í um 1 cm þykk­ar sneiðar.
  3. Blandið öll­um hrá­efn­um fyr­ir utan an­an­as og kjúk­ling sam­an í skál til að út­búa mar­in­er­ing­una.
  4. Geymið um 50 ml af henni til að pensla á kjötið síðar, setjið um 50 ml yfir an­anassneiðarn­ar og hellið rest­inni yfir kjúk­ling­inn, setjið hvoru­tveggja inn í ís­skáp og geymið í um 3-4 klukku­stund­ir.
  5. Grillið kjúk­ling­inn síðan á vel heitu grilli í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið, penslið auka mar­in­er­ingu á hann og kryddið með kjúk­lingakryddi.
  6. Leyfið kjúk­lingn­um síðan að hvíla á meðan þið grillið an­anasinn í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið. Stráið kórí­and­er síðan yfir og njótið.
  7. Hægt er að bera rétt­inn fram beint svona en einnig er gott að hafa kalda sósu og kart­öfluklatta með.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is