Sósan sem þú verður að prófa

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Flest erum við alin upp við hið hefðbundna meðlæti á pyls­ur þar sem tóm­atsósa, sinn­ep og remúlaði eru í aðal­hlut­verki. Það er hins veg­ar ótrú­lega skemmti­legt að breyta til og prófa eitt­hvað nýtt. Hér er í raun ekk­ert sem stopp­ar ykk­ur annað en ímynd­un­ar­aflið og við hér á mat­ar­vefn­um höf­um prófað ým­is­legt á und­an­förn­um vik­um. Þar á meðal bei­kon, súr­ar gúrk­ur og svo þessi sósa hér að neðan sem Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is hannaði.

Sós­an er ótrú­lega bragðgóð og hef­ur verið notuð með flestu því sem borðað hef­ur verið á ónefndu heim­ili und­an­farna daga.

Frá­bær með steik­inni, fisk­in­um og ekki síst á ham­borg­ar­ann.

Pylsusósa

  • 70 g Hell­mann‘s Chilli-maj­ónes
  • 60 g Hell­mann‘s klass­ískt maj­ónes
  • 1 msk. saxað jalapeño úr krukku
  • 1 tsk. lime safi
  • ¼ tsk. salt

Aðferð:

  1. Vigtið allt sam­an í skál og pískið sam­an.
  2. Geymið í kæli fram að notk­un og njótið með pyls­um, hvort sem þær eru stak­ar eða í brauði.
  3. Hér prófaði ég bæði að hafa sósu í skál og dýfa grilluðum pepp­eroni-pyls­um beint í sós­una og einnig að setja slík­ar pyls­ur í brauð, hvort tveggja var dá­sam­lega gott. Í brauðinu er kál, rauðkál, pepp­eroni-pylsa, gul­ar baun­ir, vor­lauk­ur og nóg af pylsusósu bæði und­ir og ofan á.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: