Auðveldasta grillmáltíð síðari ára

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Heil­grillaður kjúk­ling­ur er í margra hug­um áhættu­atriði sem kall­ar á flók­inn búnað og miseldað kjöt. Mat­ar­vef­ur­inn fékk það verk­efni að grilla svo­kallaðan butterfly-kjúk­ling þessa vik­una en það er kjúk­ling­ur sem búið er að fletja út til að auðveld­ara sé að grilla hann.

    Ein­hverj­ir klóruðu sér í koll­in­um og voru ef­ins en farið var af stað í þeirri von að þetta væri jafn snjöll hug­mynd og hún virt­ist vera.

    Kjúk­ling­ur­inn kem­ur til­bú­inn í sítr­ónu- og rós­marín-mar­in­er­ingu. Því þarf bara að skella hon­um beint á grillið. Að auki var búin til krydd­blanda úr fersku kórí­and­er, rifn­um lime-berki, lime-safa, salti og ólífu­olíu sem var penslað á kjúk­ling­inn með rós­marín­grein­um. Með þessu var svo grillað meðlæti sem var til­búið í bökk­um.

    Það tek­ur vissu­lega smá stund að grilla kjúk­ling­inn enda betra að tryggja að hann sé eldaður í gegn en út­kom­an var hreint frá­bær. Kjötið var meyrt og mjúkt, bráðnaði í munni og grill­bragðið kom vel í gegn.

    Niðurstaða: Butterfly-kjúk­ling­ur hent­ar vel á grillið og bragðast frá­bær­lega.

    Butterfly-kjúk­ling­ur með sítr­ónu og rós­marín

    Kryddol­ía

    • Ferskt kórí­and­er
    • Rif­inn lime-börk­ur
    • Safi úr einu lime
    • Sjáv­ar­salt
    • Ólífu­olía

    Dress­ing

    Takið tvær mat­skeiðar af kryddol­í­unni (meira af jurt­um, minna af ol­í­unni) og blandið sam­an við sýrðan rjóma

    Meðlæti

    • Kirsu­berjatóm­at­ar og mozzar­ella
    • Smælki
    • Grill­græn­meti

    Allt græn­meti kom til­búið í bökk­um, beint á grillið.

    All­ir Grilla verk­efnið er unnið í sam­starfi við Hag­kaup
    mbl.is