Leynitrix grillmeistara afhjúpuð

Tomahawk steik þykir mikið sælgæti.
Tomahawk steik þykir mikið sælgæti. mbl.is/

Til að tryggja að grill­máltíðin heppn­ist sem allra best er gott að vera með boðorðin tíu á hreinu. Þetta eru heil­ög boðorð sem all­ir al­vöru grill­ar­ar eru fyr­ir löngu bú­in­ir að til­einka sér og ef þið temjið ykk­ur þess­ar regl­ur þá mun grill­mennsk­an ganga enn bet­ur.

  1. Hreinsaðu grillið áður en þú byrj­ar. Sum­ir kjósa að hita grillið fyrst og brenna þannig af því og renna svo yfir með bursta. Hvort held­ur sem er þá er nauðsyn­legt að renna yfir grind­urn­ar áður en mat­ur­inn fer á.
  2. Passaðu að grillið sé orðið vel heitt. Það er strang­lega bannað að setja mat­inn á kalt grillið og láta það hitna.
  3. Olíu­berðu grind­urn­ar svo að mat­ur­inn fest­ist ekki við. Það er sorg­legt að eyðileggja góðar grill­rák­ir með klaufa­skap.
  4. Ef þú ert með stórt grill get­ur þú svæðaskipt hit­an­um; haft aðra hliðina heit­ari fyr­ir prótein og hina á tempraðri hita fyr­ir meðlæti.
  5. Notaðu stálá­höld, alls ekki plast. Plast bráðnar, get­ur losað efni yfir í kjötið og al­mennt þykir það ekki gott til af­spurn­ar að vera plast­grill­ari.
  6. Passaðu upp á að all­ur mat­ur sem fer á grillið sé við stofu­hita. Kald­ur mat­ur á ekk­ert er­indi á grillið. Það rugl­ar eld­un­ar­tím­ann og stuðlar að ójafn­ari eld­un.
  7. Ekki vera grillníðing­ur. Það er ekk­ert sorg­legra en fólk sem fjár­fest­ir í for­láta grilli fyr­ir fleiri hundruð þúsund en slepp­ir því að kaupa hlíf eða nenn­ir ekki að setja hana á eft­ir að grillið hef­ur kólnað. Slík hegðun skil­grein­ist sem há­mark metnaðarleys­is­ins. Góður grill­ari fer vel með grillið sitt og not­ar það svo árum skipt­ir.
  8. Ekki færa mat­inn til á grill­inu, eða eins lítið og þú get­ur. Leyfðu matn­um að vera á sín­um stað og fá á sig fal­leg­ar rák­ir.
  9. Ekki kremja kjötið á grill­inu. Sú rang­hug­mynd að það eigi að þrýsta kjöt­inu á grind­ina er gjör­sam­lega glóru­laus. Þetta er gert til að kreista saf­ann úr kjöt­inu og reyna að flýta eld­un­inni. Þetta eru hins veg­ar lé­leg vinnu­brögð og ekki til eft­ir­spurn­ar.
  10. Fjár­festu í góðum áhöld­um. Það er galið að kaupa fok­dýrt grill og grilla svo með heim­il­is­gaffl­in­um. Góðar tang­ir og góður spaði eru lyk­il­atriði til að auðveld­ara sé að meðhöndla mat­inn og við mæl­um heils­hug­ar með slík­um búnaði.
mbl.is