Grillaður maís með rjómaostasmyrju

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Góður maís er eitt það besta sem við fáum! Þegar við bjugg­um í Banda­ríkj­un­um keypt­um við alltaf fersk­an maís í hýðinu, lét­um hann liggja í bleyti fyr­ir eld­un og hreinsuðum allt utan af hon­um. Eft­ir að maður byrj­ar að borða fersk­an maís þá er nefni­lega ekki aft­ur snúið skal ég segja ykk­ur, þetta er hrein­lega ekki það sama og fros­inn maís. Maís er oft­ast meðlæti en djúsí og góður maís sem þessi get­ur verið snarl, for­rétt­ur eða hvað sem þið viljið! Er­lend­is er til dæm­is oft hægt að kaupa sér djúsí maís ein­an og sér í mat­ar­vögn­um og þess hátt­ar og þessi hér mun ekki svíkja ykk­ur!

Grillaður maís með rjóma­osta­smyrju

Upp­skrift dug­ar fyr­ir 6 stykki

  • 6 x fersk­ur maís
  • 230 g Phila­delp­hia-rjóma­ost­ur með lauk og graslauk
  • 30 g rif­inn par­mes­an-ost­ur
  • 1 msk. lime-safi
  • 1 tsk. Tabasco-sósa
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ½ tsk. papriku­duft
  • ¼ tsk. chilli-flög­ur
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Smá smjör til pensl­un­ar

Aðferð:

  1. Fersk­ur kórí­and­er til að strá yfir í lok­in
  2. Sjóðið maís­inn og hitið grillið í botn.
  3. Hrærið öllu öðru sam­an nema kórí­and­er og smjöri.
  4. Takið maís­inn upp úr pott­in­um þegar hann er til­bú­inn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjóma­osta­smyrj­unni.
  5. Grillið í stutta stund á öll­um hliðum.
  6. Toppið síðan með vel af rjóma­osta­smyrju, par­mes­an og smá chilli-flög­um ef þið þorið.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: