Bestu grillráð Sollu Eiríks

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.

Fáir eru flinkari að elda en Solla Ei­ríks. Hún er þekkt fyr­ir af­burðar bragðsam­setn­ing­ar þar sem hrá­efn­in kall­ast á og út­kom­an verður hreint unaðsleg. Hún lum­ar einnig á góðum trix­um í eld­hús­inu – og þá ekki síst við grilli og hér gef­ur hún les­end­um góð ráð sem hún seg­ir afar mik­il­vægt að fara eft­ir.

  • Þegar þið eruð að búa til græn­met­is­spjót er mik­il­vægt að velja græn­meti með svipaðan eld­un­ar­tíma. Það þarf líka að passa að hafa bit­ana í svipaðri stærð svo spjótið verða allt gegnu­meldað á sama tíma.
  • Stund­um er gott að láta græn­metið liggja í mar­in­er­ingu í nokkra klukku­stund­ir, jafn­vel yfir nótt, svo kryddið nái að galdra gott bragð og setja síðan á heitt grillið.
  • En svo er ein­fald­leik­inn líka góður, bara pennsla með olíu og strá smá sjáv­ar­salti yfir og setja á heitt grillið, og þegar þið takið græn­metið af grill­inu þá setjið þið góða sósu eða krydd­mauk yfir sem smýg­ur inn í nýgrillað og heitt græn­metið og ger­ir guðdóm­legt bragð.
mbl.is