Svívirðilega góðar grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ef það er eitt­hvað sem við elsk­um þá eru það góðar bakaðar kart­öfl­ur. Þær eru nán­ast jafn mik­il­væg­ar og kjötið sjálft enda bragðast þær unaðslega - ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Him­nesk­ar kart­öfl­ur myndi ein­hver segja og við tök­um heils­hug­ar und­ir það. 

    Grillaðar kart­öfl­ur fyllt­ar með bei­koni og osti

    • Kart­öfl­ur
    • Bei­kon
    • Paprika
    • Vor­lauk­ur
    • Ólífu­olía
    • Salt 
    • Pip­arost­ur frá Örnu
    • 2 msk. rjóma­ost­ur
    • Kórí­and­er
    • Sýrður rjómi

    Aðferð:

    1. Þetta er ein af þess­um frjáls­legu upp­skrift­um þar sem þér er það í sjálf­vald sett hversu mikið af hrá­efn­um þú not­ar hverju sinni. Eina sem við ráðleggj­um er að vera ekki spar á bei­konið. 
    2. Byrjið á að setja kart­öfl­urn­ar í álp­app­ír og á grillið. 
    3. Skerið paprik­una og vor­lauk­inn niður í eins stóra bita og kost­ur er. Penslið með ólífu­olíu og saltið. 
    4. Grillið paprik­una, vor­lauk­inn og bei­konið. Takið því næst af grill­inu og skerið niður í bita. Saxið niður smá kórí­and­er. 
    5. Takið kart­öfl­urn­ar af grill­inu og skerið kross í þær. Opnið kart­öfl­urn­ar með því að þrýsta henni sam­an og skafið upp úr henni með skeið. 
    6. Blandið sam­an í skál og myljið pip­arost­inn yfir. Saltið og piprið. 
    7. Setjið aft­ur í kart­öfl­una og út á grillið aft­ur. 
    8. Áður en kart­öfl­urn­ar eru born­ar fram skal setja sýrðan rjóma ofan á þær og smá saxað kórí­and­er til skrauts. 
    mbl.is