Grilluppskriftin sem þú verður að prófa

Þegar Solla Ei­ríks tek­ur sér stöðu fyr­ir fram­an grillið er eins gott að halda sér fast því það eru fáir sem stand­ast henni snún­ing á því sviðinu. Hér grill­ar hún græn­meti eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn og kveður niður þá rót­grónu hug­mynd að góð grill­steik þurfi að vera úr dýra­rík­inu. Eins og Sollu einni er lagið er bragðflétt­an upp á tíu og út­kom­an var það sem flest­ir myndu kalla stór­kost­leg.

Grillað butt­ernut-grasker með heima­gerðri BBQ-sósu
  • 1 butt­ernut-grasker
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Smá sjáv­ar­salt­flög­ur til að strá yfir
Aðferð:
  1. Skerið end­ana af grasker­inu og afhýðið. Mér finnst best að nota græn­met­is­skræl­ara. Þegar búið er að afhýða graskerið skerið það í 1 sm þykk­ar sneiðar. Sum­ar sneiðarn­ar hafa fræ inn­an í og þið fjar­lægið fræ­in. Penslið báðar hliðarn­ar á grasker­inu með ólífu­olíu.
  2. Stillið grillið á meðal­hita og grillið í um 8 mín­út­ur hvora hlið. Ef sneiðarn­ar eru þykk­ari en 1 sm gæti þurft aðeins lengri tíma á grill­inu. Setjið BBQ-sósu á heitt graskerið og njótið.
  3. Þetta er frá­bært sem aðal­rétt­ur en líka sem meðlæti.

Heima­gerð BBQ sósa

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 lauk­ur, smátt saxaður
  • 2 hvít­lauksrif, smátt söxuð
  • 2 dl tóm­atsósa
  • 3 msk. sterkt kalt kaffi
  • 3 msk. kó­kospálma­syk­ur
  • 3 döðlur, smátt saxaðar
  • 1 msk. sinn­ep
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 2 msk. tam­arisósa
  • 1 tsk reykt paprika
  • ¾ tsk chipotle pip­ar, malaður
  • ½ tsk cum­in duft
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt­flög­ur
  • ½ tsk. nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 1-3 msk. vatn (eða rauðvín­se­dik) ef sós­an er mjög þykk

Aðferð:

  1. Setjið olíu í pott steikið lauk og hvít­lauk í 5-6 mín. Bætið rest­inni af upp­skrift­inni út í og látið malla í um 10 mín eða þar til sós­an byrj­ar að þykkna. Hrærið svo ekki brenni við. Slökkið og látið standa í um 10 mín. Notið sleikju til að ná öllu úr pott­in­um og setjið í bland­ara og blandið þar til silkimjúkt.
Solla Eiríks
Solla Ei­ríks Árni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: