Grilluppskriftin sem þú verður að prófa

Þegar Solla Eiríks tekur sér stöðu fyrir framan grillið er eins gott að halda sér fast því það eru fáir sem standast henni snúning á því sviðinu. Hér grillar hún grænmeti eins og enginn sé morgundagurinn og kveður niður þá rótgrónu hugmynd að góð grillsteik þurfi að vera úr dýraríkinu. Eins og Sollu einni er lagið er bragðfléttan upp á tíu og útkoman var það sem flestir myndu kalla stórkostleg.

Grillað butternut-grasker með heimagerðri BBQ-sósu
  • 1 butternut-grasker
  • 2 msk. ólífuolía
  • Smá sjávarsaltflögur til að strá yfir
Aðferð:
  1. Skerið endana af graskerinu og afhýðið. Mér finnst best að nota grænmetisskrælara. Þegar búið er að afhýða graskerið skerið það í 1 sm þykkar sneiðar. Sumar sneiðarnar hafa fræ innan í og þið fjarlægið fræin. Penslið báðar hliðarnar á graskerinu með ólífuolíu.
  2. Stillið grillið á meðalhita og grillið í um 8 mínútur hvora hlið. Ef sneiðarnar eru þykkari en 1 sm gæti þurft aðeins lengri tíma á grillinu. Setjið BBQ-sósu á heitt graskerið og njótið.
  3. Þetta er frábært sem aðalréttur en líka sem meðlæti.

Heimagerð BBQ sósa

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 dl tómatsósa
  • 3 msk. sterkt kalt kaffi
  • 3 msk. kókospálmasykur
  • 3 döðlur, smátt saxaðar
  • 1 msk. sinnep
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. tamarisósa
  • 1 tsk reykt paprika
  • ¾ tsk chipotle pipar, malaður
  • ½ tsk cumin duft
  • 1 tsk. sjávarsaltflögur
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1-3 msk. vatn (eða rauðvínsedik) ef sósan er mjög þykk

Aðferð:

  1. Setjið olíu í pott steikið lauk og hvítlauk í 5-6 mín. Bætið restinni af uppskriftinni út í og látið malla í um 10 mín eða þar til sósan byrjar að þykkna. Hrærið svo ekki brenni við. Slökkið og látið standa í um 10 mín. Notið sleikju til að ná öllu úr pottinum og setjið í blandara og blandið þar til silkimjúkt.
Solla Eiríks
Solla Eiríks Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: