Grillað lamb með geggjuðu meðlæti

Ljósmynd/Valla-GRGS
Lamba­kjöt klikk­ar aldrei á grill­inu, enda í upp­á­haldi hjá ansi mörg­um. Lambaprime er þar framar­lega í flokki. Það get­ur verið dá­lít­il kúnst að elda það en regl­an er sú að það á að vera vel eldað frem­ur en hitt. Hér er upp­skrift frá Val­gerði á GRGS.is sem býður jafn­framt upp á æðis­lega sósu með.
Grillað lamb með geggjuðu meðlæti
  • 2 pakkn­ing­ar lambaprime frá Goða
  • 1 poki veislu­sal­at
  • 1/​2 poki kletta­sal­at
  • 1 box kokteil­tóm­at­ar skorn­ir í tvennt
  • 1/​2 ag­úrka, skor­in í bita
  • 1/​4 rauðlauk­ur skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • 20 svart­ar ólíf­ur skorn­ar í tvennt
  • 1 krukka feta­ost­ur eft­ir smekk
Myntu-chimichurri
  • Einn hnefi fersk stein­selja án stilka (u.þ.b. hálf­ur poki)
  • Einn hnefi fersk mynta án stilka (u.þ.b. hálf pakkn­ing)
  • 2 hvít­lauksrif, skor­in gróft
  • 1 dl góð ólífu­olía
  • 2 msk rauðvín­se­dik
  • 1/​2 tsk chili­f­lög­ur
  • 1 tsk sjáv­ar­salt (alls ekki nota venju­legt borðsalt)
  • 1/​4 rauðlauk­ur, skor­inn mjög smátt

Setjið allt nema rauðlauk­inn í mat­vinnslu­vél og látið hana vinna maukið smátt. Setjið svo rauðlauk­inn sam­an við og berið fram með lamb­inu.

Ljós­mynd/​Valla-GRGS
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: