Grillað lamb með geggjuðu meðlæti

Ljósmynd/Valla-GRGS
Lambakjöt klikkar aldrei á grillinu, enda í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Lambaprime er þar framarlega í flokki. Það getur verið dálítil kúnst að elda það en reglan er sú að það á að vera vel eldað fremur en hitt. Hér er uppskrift frá Valgerði á GRGS.is sem býður jafnframt upp á æðislega sósu með.
Grillað lamb með geggjuðu meðlæti
  • 2 pakkningar lambaprime frá Goða
  • 1 poki veislusalat
  • 1/2 poki klettasalat
  • 1 box kokteiltómatar skornir í tvennt
  • 1/2 agúrka, skorin í bita
  • 1/4 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 20 svartar ólífur skornar í tvennt
  • 1 krukka fetaostur eftir smekk
Myntu-chimichurri
  • Einn hnefi fersk steinselja án stilka (u.þ.b. hálfur poki)
  • Einn hnefi fersk mynta án stilka (u.þ.b. hálf pakkning)
  • 2 hvítlauksrif, skorin gróft
  • 1 dl góð ólífuolía
  • 2 msk rauðvínsedik
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 tsk sjávarsalt (alls ekki nota venjulegt borðsalt)
  • 1/4 rauðlaukur, skorinn mjög smátt

Setjið allt nema rauðlaukinn í matvinnsluvél og látið hana vinna maukið smátt. Setjið svo rauðlaukinn saman við og berið fram með lambinu.

Ljósmynd/Valla-GRGS
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: