Kartöflusalat með beikoni og BBQ sósu

Það er fátt sem við erum hrifnari af en gott meðlæti og hér erum við með geggjað salat sem ætti engan að svíkja.
Kartöflusalat með beikoni og BBQ sósu
  • Kíló af litlum kartöflum eða smælki
  • 200 g beikon
  • 1 bolli majónes
  • 2 msk. góð BBQ sósa
  • 2 msk. bragðmikið sinnep
  • 2 msk. sérríedik
  • 2 sellerístönglar, skornir niður
  • 1 rauðlaukur, fínt saxaður
  • ½ bolli söxuð steinselja
  • 1 msk. saxað estragon
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar og kælið síðan.
  2. Steikið beikonið, þerrið með eldhúspappír og skerið í bita (ekki of fínt).
  3. Blandið saman majónesi og BBQ sósu í stórri skál. Bætið við sinnepi og sérríediki.
  4. Blandið kartöflunum saman við meðan þær eru enn volgar. Látið standa og hrærið reglulega í uns kartöflurnar hafa kólnað niður í stofuhita.
  5. Bætið þá við selleríi, rauðlauk, steinselju og estragoni. Saltið og piprið vel. Látið standa í 20 mínútur. Að síðustu er beikoni bætt við og þá er salatið tilbúið.
mbl.is