Kartöflusalat með beikoni og BBQ sósu

Það er fátt sem við erum hrifn­ari af en gott meðlæti og hér erum við með geggjað sal­at sem ætti eng­an að svíkja.
Kart­öflu­sal­at með bei­koni og BBQ sósu
  • Kíló af litl­um kart­öfl­um eða smælki
  • 200 g bei­kon
  • 1 bolli maj­ónes
  • 2 msk. góð BBQ sósa
  • 2 msk. bragðmikið sinn­ep
  • 2 msk. sérríe­dik
  • 2 sell­e­rí­stöngl­ar, skorn­ir niður
  • 1 rauðlauk­ur, fínt saxaður
  • ½ bolli söxuð stein­selja
  • 1 msk. saxað estragon
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar og kælið síðan.
  2. Steikið bei­konið, þerrið með eld­húspapp­ír og skerið í bita (ekki of fínt).
  3. Blandið sam­an maj­ónesi og BBQ sósu í stórri skál. Bætið við sinn­epi og sérríe­diki.
  4. Blandið kart­öfl­un­um sam­an við meðan þær eru enn volg­ar. Látið standa og hrærið reglu­lega í uns kart­öfl­urn­ar hafa kólnað niður í stofu­hita.
  5. Bætið þá við sell­e­ríi, rauðlauk, stein­selju og estragoni. Saltið og piprið vel. Látið standa í 20 mín­út­ur. Að síðustu er bei­koni bætt við og þá er sal­atið til­búið.
mbl.is