Vinsæli fjölskyldurétturinn hennar Helenu

Ljósmynd/Helena Gunnars

Þessi ein­faldi en ljúf­fengi rétt­ur hef­ur verið vin­sæll í fjöl­skyld­unni í mörg ár og eldaður jafnt sum­ar sem vet­ur. Best finnst mér að grilla hann en ef ekk­ert er grillið má vel stinga hon­um í ofn. Ein­stak­lega fljót­leg­ur og gríðarlega góm­sæt­ur.

Grillaður fisk­rétt­ur með Dala sal­atosti

4 skammt­ar

  • 850 g fisk­ur, t.d. þorsk­ur
  • 2 stk. lauk­ur
  • 1 poki spínat
  • 1 1⁄2 askja kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 stk. sítr­óna, skor­in í sneiðar
  • 1 krukka Dala sal­atost­ur í kryddol­íu
  • sítr­ónupip­ar

Aðferð:

  1. Skerið fisk­inn í bita, lauk­inn í þunn­ar sneiðar og kirsu­berjatóm­at­ana í tvennt.
  2. Setjið 2 msk. af kryddol­í­unni af sal­atost­in­um neðst í fat eða á ál­bakka sem má fara á grill, dreifið úr laukn­um og setjið svo spínatið yfir.
  3. Leggið fisk­inn í bit­um yfir spínatið og kryddið vel yfir allt með sítr­ónupip­ar.
  4. Dreifið tómöt­un­um í kring­um fisk­bit­ana, leggið eina sítr­ónusneið ofan á hvern fisk­bita og hellið að lok­um úr allri Dala sal­atostakrukk­unni yfir allt sam­an.
  5. Kryddið aðeins yfir aft­ur með sítr­ónupip­ar.
  6. Eldið á meðal­heitu grilli (180-200 gráður) í 12-15 mín­út­ur með lokið á, eða þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn.

Höf­und­ur: Helena Gunn­ars­dótt­ir

mbl.is