Uppáhalds grill marineringar Sollu Eiríks

Solla Eiríks.
Solla Eiríks.
Þegar Solla Ei­ríks grill­ar er von á góðu og hér býður hún upp á dýr­ind­is mar­in­er­ing­ar úr eig­in upp­skrifta­banka, sem ættu að hitta í mark.

Mar­in­er­ing­ar

Ein­föld mar­in­er­ing
  • 5 dl ólífu­olía
  • ½ - 1 tsk sjáv­ar­salt­flög­ur
  • smá nýmalaður svart­ur pip­ar

Allt sett í krukku og hrist sam­an. Geym­ist í 6 vik­ur í kæli.

Asísk mar­in­er­ing

  • 3 msk. tam­arisósa
  • 3 msk. sítr­ónusafi
  • 2 msk. hlyn­sýróp
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. ristuð ses­a­mol­ía
  • 2 msk. hrís­grjóna­e­dik eða edik að eig­in vali
  • 1 msk. engi­fer­skot
  • 3 hvít­lauskrif, pressuð
  • ½ tsk chili­f­lög­ur

Allt sett í krukku og hrist sam­an. Geym­ist í 2-3 vik­ur í kæli.

Miðjarðar­hafs­mar­in­er­ing

  • 3 msk. ólífu­olía
  • 3 msk. sítr­ónusafi
  • 1 hvít­lauksrif, pressað
  • 1 tsk. tímí­an, þurrkað
  • 1 tsk. óreg­anó, þurrkað
  • ½ tsk. sinn­eps­duft
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • smá nýmalaður svart­ur pip­ar

Allt sett í krukku og hrist sam­an. Geym­ist í 2-3 vik­ur í kæli.

mbl.is