Grillað lambakonfekt með engifer og salthnetum

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér erum við með út­gáfu af lamba­kon­fekti sem erfitt er að stand­ast. Mar­in­er­ing­in er ein­stak­lega góð og pass­ar vel með lamb­inu. Við mæl­um með að þið leyfið kjöt­inu að liggja í henni í 20-30 mín­út­ur eins og kveðið er á um í upp­skrift­inni. Útkom­an kem­ur ykk­ur skemmti­lega á óvart. 

Grillað lamba­kon­fekt með engi­fer og salt­hnet­um

  • 800 g lamba­kon­fekt
  • 4 msk. sojasósa
  • 4 msk. ólífu­olía
  • 1 ½ msk. púður­syk­ur
  • 2 msk. engi­fer, af­hýtt og rifið niður
  • 1 hvít­lauks­geiri, saxaður smátt
  • 1 ½ msk. stein­selja, söxuð smátt
  • olía, til steik­ing­ar
  • 2-3 msk. salt­hnet­ur, skorn­ar smátt

Aðferð:

  1. Setjið sojasósu, ólífu­olíu, púður­syk­ur, engi­fer og hvít­lauk í litla skál og hrærið sam­an. Setjið kjötið í djúpt fat og hellið krydd­leg­in­um yfir, látið standa í 20-30 mín.
  2. Hitið grill og hafið á háum hita. Penslið grillið með olíu og grillið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Takið af hit­an­um, setjið á disk og sáldrið stein­selju og salt­hnet­um yfir. Berið fram með meðlæti að eig­in vali.
mbl.is