Grillað ribeye með frönskum kartöflum og hvítlaukssmjöri

Ljósmyndari/Snorri Guðmundsson
Ein­falt en ótrú­lega ljúf­fengt grillað ri­beye með krydduðu frönsk­um kart­öfl­um og heima­gerðu hvít­laukss­mjöri. Skot­held upp­skrift þegar gera á vel við sig og sína með góðri steik. Það er Snorri Guðmunds­son, ljós­mynd­ari og mat­ar­blogg­ari, sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift.
Ein­falt en ótrú­lega ljúf­fengt grillað ri­beye með krydduðu frönsk­um kart­öfl­um og heima­gerðu hvít­laukss­mjöri
  • 2 x 250 g Ri­beye steik­ur
  • 400 g fransk­ar kart­öfl­ur (Snorri notaði Avi­ko Super Crunch)
  • ½ tsk. hvít­lauks­duft
  • ½ tsk. papriku­duft
  • 250 g brok­kol­ini (fæst í Costco)
  • 60 ml smjör (við stofu­hita)
  • 2 lít­il eða 1 stórt hvít­lauksrif
  • 2 msk. söxuð stein­selja
  • 1 stk. sítr­óna
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Pressið hvít­lauksrif og rífið um 2 tsk. af sítr­ónu­berki (var­ist að taka hvíta und­ir­lagið með). Blandið sam­an hvít­lauk, smjöri, saxaðri stein­selju og sítr­ónu­berki. Smakkið til með salti.
  2. Takið kjötið úr kæli a.m.k. 1 klst. fyr­ir eld­un, en það mun hjálpa til við jafn­ari og betri eld­un.
  3. Nuddið kjötið með olíu og saltið rausn­ar­lega. Piprið eft­ir smekk.
  4. Setjið kart­öfl­urn­ar í stóra skál, veltið upp úr olíu og salti og eldið þær svo eft­ir leiðbein­ing­um á umbúðum.
  5. Færið bakaðar kart­öfl­urn­ar aft­ur í skál­ina og veltið upp úr hvít­lauks- og papriku­dufti. Smakkið til með salti ef þarf.
  6. Setjið vatn í pott ásamt svo­litlu salti og náið upp suðu. Lækkið hit­ann svo það rétt kraumi í vatn­inu og sjóðið brok­kol­ini í 3 mín.
  7. Hitið grill að 200°C og grillið steik­urn­ar í 4-5 mín. á hvorri hlið upp í 54°C kjarn­hita fyr­ir medi­um-rare eld­un. Best er að nota kjöt­hita­mæli til að tryggja ná­kvæma eld­un. Leyfið kjöt­inu að hvíla í nokkr­ar mín. áður en skorið er í það.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: