Grillaðir kjúklingavængir að hætti Jamie Oliver

Ljósmynd/Jamie Oliver

Það er fátt sem topp­ar góða grillaða kjúk­linga­vængi og þar leik­ur mar­in­er­ing­in aðal­hlut­verkið. Mik­il­vægt er að hún sé bragðmik­il og sæt, klístrist vel við kjúk­ling­inn og lifti and­an­um upp í hæstu hæðir - eða svo gott sem. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Jamie Oli­ver og ætti ekki að valda nein­um von­brigðum enda inni­held­ur hún allskyns góðgæti sem trygg­ir há­marks bragðupp­lif­un.

Grillaðir kjúk­linga­væng­ir að hætti Jamie Oli­ver

  • 24 kjúk­linga­legg­ir

Mar­in­er­ing:

  • 5 vor­lauk­ar
  • 1 rauður chili
  • 5 msk. fljót­andi hun­ang
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 sm engi­ferr­rót
  • 5 grein­ar ferskt tim­i­an

Aðferð:

  1. Saxið vor­lauk­inn og chili fínt. Setjið í skál. Blandið hun­angi og sojasósu sam­an við. Rífið engi­fer sam­an við og tínið lauf­in af tim­i­an-grein­un­um og setjið sam­an við. Blandið vel sam­an.
  2. Mar­in­erið kjúk­linga­legg­ina sem lengst og grillið svo við miðlungs­hita í 10 mín­út­ur.
  3. Það er fátt sem topp­ar góða grillaða kjúk­linga­vængi og þar leik­ur mar­in­er­ing­in aðal­hlut­verkið. Mik­il­vægt er að hún sé bragðmik­il og sæt, klístrist vel við kjúk­ling­inn og lyfti and­an­um upp í hæstu hæðir – eða svo gott sem. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Jamie Oli­vers og ætti ekki að valda nein­um von­brigðum enda inni­held­ur hún allskyns góðgæti sem trygg­ir há­marks bragðupp­lif­un.
mbl.is