Verðlaunasteikin sem matgæðingar elska

Við höf­um áður fjallað um hinar óborg­an­legu sashi-steik­ur en sashi þýðir marmari á japönsku og vís­ar til marm­arafitu­spreng­ing­ar­inn­ar í steik­inni. Slík­ar steik­ur hafa verið fá­an­leg­ar hér á landi – þó aðallega á veit­inga­hús­um þar sem þær hafa notið mik­illa vin­sælda. Einnig hafa þær verið fá­an­leg­ar í betri kjöt­versl­un­um, sem verður að telj­ast mik­ill hval­reki fyr­ir mat­gæðinga.

Fyr­ir þá sem eru ekki með á hreinu af hverju marmar­inn er svo mik­il­væg­ur þá vís­ar hann til þess hvernig fit­an ligg­ur í kjöt­inu en við eld­un verður slíkt kjöt ein­stak­lega meyrt og bragðgott. Ein­ung­is lít­il pró­senta naut­gripa skip­ar þenn­an flokk og því skil­grein­ist sashi-kjöt sem munaðar­vara ætluð kjöt­unn­end­um sem vilja að ekki ein­göngu að kjötið sé meyrt held­ur gera kröfu um bragð og áferð. Sashi nýt­ur mik­illa vin­sælda um heim all­an og þykir á pari við wagu-kjötið fræga sem hef­ur svipaða eig­in­leika.

Marmar­inn veld­ur því að ekki skal meðhöndla sashi-kjöt eins og hefðbundna steik. Forðast skal að grilla/​steikja kjötið of lengi því ekki er æski­legt að bræða fit­una burt. Verður steik­in þá bæði seig og bragðlaus. Grillið steik­ina við miðlungs­há­an hita, náið góðum hjúp utan um steik­ina en steik­in ætti aldrei að vera vel elduð held­ur miðlungs eða minna. Mik­il­vægt er svo að láta kjötið hvíla áður en það er borið fram og þá skal sáldra góðu sjáv­ar­salti yfir kjötið. Borðið sósu­laust því þið viljið njóta bragðsins eins vel og þið getið.

mbl.is