Ljúffeng ommiletta með karmelliseruðum lauk

Girnileg ommiletta.
Girnileg ommiletta. Ljósmynd/Ragnar Freyr

„Þó að eig­in­kon­an og tán­ing­ur­inn hafi verið á Íslandi um helg­ina hef­ur húsið okk­ar í Bright­on ekki verið tóm­legt. Óper­inn okk­ar, Þór­hild­ur, var með vin­kon­ur sín­ar í heim­sókn og við gerðum okk­ar besta við að bjóða þær vel­komn­ar. Á fimmtu­dag­in elduðum við sam­an spaghetti Bolog­nese, upp­skrift má finna hérna, nema hvað ég gerði kúr­bíts­spaghetti fyr­ir sjálf­an mig í stað hefðbund­ins pasta og svo var skellt í Steik og bernaise á föstu­dags­kvöldið - sem er eins LKL vænn mat­ur og hugs­ast get­ur. 

Í gær­morg­un reis ég snemma á fæt­ur (lítið annað hægt þegar ein þriggja ára vakn­ar í stuði) og var sólg­inn í reykt­an lax. Úr varð þessi ein­faldi rétt­ur,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, í sín­um nýj­asta pistli. 

Ljúf­feng ommiletta með kar­melliseruðum lauk, feta­osti, kapers og reykt­um laxi

Hrá­efna­listi

3 egg

salt og pip­ar

50 g feta ost­ur

1 lít­ill rauðlauk­ur

50 g smjör

75 g reykt­ur lax

nokk­ur kapers

1 msk. sýrður rjómi

1 tsk. fersk stein­selja

Byrjið á því að sneiða lauk­inn niður í sneiðar og steikja í 30 g af smjöri við lág­an hita í 20-30 mín­út­ur þangað til að hann hef­ur fengið gull­inn lit og ilm­ar dá­sam­lega. Setjið til hliðar. 

Brjótið þrjú egg í skál, setjið eina te­skeið af vatni, saltið og piprið og hrærið vand­lega sam­an með gaffli. Bræðið smjör á pönnu og hellið eggj­un­um á pönn­una. 

Hristið pönn­una reglu­lega þannig að ommilett­an sé laus frá könt­un­um. Með sleif ýtið við eggj­un­um inn að miðju og hallið svo pönn­unni þannig eggja­bland­an renni yfir pönn­una. Með þess­ari aðferð bygg­ir maður upp „volume“ í eggja­kök­unni.

Á meðan egg­in eru ennþá blaut raðið niðursneidd­um feta­osti yfir ásamt kar­melliseraða laukn­um. Lokið svo ommilett­unni með því að brjóta upp á eggja­kök­una. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert